Færsluflokkur: Matur og drykkur

Gefum vínsölu frjálsa!

Ég er eiginlega orðlaus, en ætla samt að pikka inn smá færslu.

Á Íslandi er áfengi litið hornauga. Þetta er bölvaldur, bakkus er harður húsbóndi, við drepumst öll úr alkóholisma ef þetta helvíti er ekki bannað!

Ef maður skoðar tölur, kemur eitthvað allt annað í ljós. Samkvæmt AA samtökunum eru hvergi fleiri hjálparhópar á haus en á Íslandi. 800 á milljón, á móti 0.6 í Portúgal, sem er með fæstu hópana. Portúgalar drekka 2 1/2 lítra á móti hverjum lítra okkar íslendinga. Þeir virðast kunna á áfengi, á meðan við gerum það ekki.

En svo ég tali bara af reynslunni. Ég bý í Hollandi. Hér er bjór og léttvín selt í matvöruverslunum. Kassi af bjór kostar u.þ.b. átta evrur. 24x30cl flöskur. Þetta er Heineken, ekki sá ódýrasti. Mig minnir að Lidl selji þýskan bjór, 24x33lc, á fimm evrur. Flaska af rauðvíni frá þremur evrum. Sterk vín eru seld í vínbúðum. Viskíflaskan kostar frá 12-13 evrum og upp. Samkvæmt heimspekilegum vangaveltum lífhræddra íslendinga ættu allir að vera ælandi í ræsinu hér, dauðadrukknir og lagstir í gröfina um fimmtugt. Það er auðvitað fjarstæða. Fólk drekkur meira magn hér en á Íslandi, en það dreyfist yfir vikuna. Bjór eftir vinnu og rauðvínsglas með matnum safnast saman. Íslendingar drekka örlítið minna, en demba öllu í sig á djamminu um helgar. Maður spyr sig, hvort ætli sé verra fyrir heilsuna?

Það er reyndar margsannað að 1-2 glös af rauðvíni á dag er gott fyrir skrokkinn. Það getur komið í veg fyrir hjartakvilla og skerpir hugsun.

Er ekki kominn tími á að íslendingar skríði upp úr holunum sem hræddir bindindismenn grófu fyrir 100 árum? Hættum að væla, hjálpum þeim sem ekki kunna að fara með áfengi og látum hina vera. Njótum þess að fá okkur ískaldan bjór eftir vinnu og gott rauðvinsglas með matnum. Leyfum matvöruverslunum að selja áfengi á eðlilegu verði og njótum lífsins.


mbl.is Áfengi hættulegasta eiturlyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SaltExtrakt - eða rangt skal vera rétt

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, eitt ástsælasta fyrirtæki landsins hefur orðið uppvíst að svindli. Eða ótrúlegu klúðri. Ég get ekki dæmt um það, enda hef ég aldrei unnið fyrir fyrirtækið og veit ekki hvað fer fram þar innandyra.

BBC eða einhver annar erlendur miðill fær nasaþef af málinu og vill vita meira. Hvers vegna þeir höfðu ekki samband við  Matvælastofnun eða Ölgerðina sjálfa, veit ég ekki. Þetta eru slöpp vinnubrögð sem maður hefði búist við af sumum miðlum, en ekki BBC. Kannski voru þeir með símanúmer RÚV eða fréttakonunnar á skrá og ákváðu að afgreiða málið á fimm mínútum. Þeim fannst þetta kannski ekki nógu spennandi til að eyða einhverri orku í málið. Kannski skoluðust staðreyndir til þegar spjallað var við hana, kannski var þessu "road" orði bætt við eftirá. En það skiptir ekki máli.

saltextract

Ölgerðin hefur orðið uppvís að því að selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja í 13 ár. Það er ekki eins og þetta hafi verið ein sending sem slapp í gegn af því fólk var ekki að taka eftir því sem stóð á umbúðunum. 13 ár eru langur tími, og þetta hlýtur því að hafa verið ákvörðun sem tekin var vísvitandi. Hvort þetta salt var ætlað á götur eða ekki, er það alveg á hreinu að það var ekki ætlað í matvæli. Það er málið og allt annað er útúrdúr.

Svo spyrja þeir hvort íslendingar séu sáttir við að víðlesinn fjölmiðill segi þá hafa borðað götusalt. Ég spyr á móti, heldur Ölgerðin að íslendingar séu sáttir við að þeir séu látnir éta iðnaðarvörur? Telja þeir virkilega að það bæti ímynd sína að siga lögmönnum á fólk út í bæ sem tjáir sig um málið? Ég held að það besta sem Ölgerðin geti gert sé að hringja í þennan víðlesna fjölmiðil og biðja hann að leiðrétta fréttina, sé hún röng. Svo geta þeir beðið þjóðina afsökunar og boðist til að fjármagna rannsókn á hugsanlegum langtímaáhrifum iðnaðarsalts á mannslíkamann.

Ölgerðin var eitt ástsælasta fyrirtæki landsins. Malt og Appelsín er þjóðardrykkur. Gullið hefur unnið til verðlauna víða um heim, ef marka má umbúðirnar. Ímynd getur horfið á augabragði, eins og við höfum verið harkalega minnt á síðustu misserin.


mbl.is „Ekki á mína ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Götusalt?

Er Ölgerðin orðin snarklikkuð? Þeir flytja inn iðnaðarsalt og selja sem matarsalt. Þegar einhver vogar sér að segja að iðnaðarsalt sé mestmegnis notað á götur þegar frystir, hóta þeir að senda lögræðinga á viðkomandi.

Þess má geta að hér í Hollandi var ein fyrirsögnin, Íslendingar strá götusalti yfir eggin sín. Ætlar Ölgerðin að eltast við alla þá sem réttilega sýna að þetta salt er ekki ætlað til matargerðar? 

Kunna þeir ekkert að skammast sín? Er einhver í stjórnsýslunni sem ætlar að taka á þessu máli?

Ef ekki, þá er það þjóðarinnar að sneiða hjá vörum fyrirtækisins.

http://smugan.is/2012/01/logfraedingar-olgerdarinnar-hota-thoru-arnorsdottur-eftir-vidtal-a-bbc/ 


Brugga bjór

Þetta er soldið vesen svo sumir láta landann duga, en bjórinn er alltaf góður.

 


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Latté það vera?

Nú brýna hreyfingarnar tvær sverðin og grafa skotgrafir og aðrar grafir. Sveitapakkið sakar lattéþambandi skáldin um aumingjaskap og segja þau ekki bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, meðan svitafýluskáldin á Hressó segja sveitavarginn vilja eyðileggja landið fyrir erlenda auðhringa.

Rocky

Ég hef ekki myndað mér skoðun á Ballarvirkjun, en ákvað þó, af gefni tilefni, að afla mér upplýsinga um drykkinn sem ég á víst að vera að þamba svona dags daglega. Hér á eftir er uppskrift sem ég fann á netinu. Eins og lesandi getur séð er latté ekki einfaldur drykkur og eiga skáldin virðingu skilið fyrir að hafa svo fágaðan smekk. Svo er auðvitað mikilvægt að bera nafnið rétt fram. Latté er borið fram latte með smá snert af ei í lokin. Framburðurinn skiptir hér öllu málin, eins og í uppistöðulónum. Þetta er sennilega betra en Ícelandic Coffee sem er mun grófara en Irish Coffee. Þar er króna sett í bolla, kaffi hellt í þar til krónan hverfur og brennivíni bætt út í þar til hún sést aftur.

• Pour enough milk for one cup into the steam pitcher. Put the steam wand at the bottom of the pitcher. Turn on the steam, and slowly raise the wand until it is near the top of the milk. Lower the pitcher as the milk rises so the steam wand stays 1 cm away from the top of the milk. The milk should not stretch too much nor should there be any big bubbles. Create a smooth, velvety milk as opposed the foam that sits atop most espresso drinks.
 
• Allow the milk to reach 80 ºF (27 ºC), then place the steam wand on the side of the pitcher, deep into the milk, positioning the pitcher to spin counterclockwise. Keep doing this motion until the milk heats to 150 ºF to 160 ºF (65 ºC - 70 ºC). Shut the steam and remove the steam wand and thermometer from the milk. Clean the steam wand with a wet cloth.
 
• Vigorously swirl the milk. If you see any bubbles, pound the pitcher on the counter several times and go back to swirling the milk for 20 to 30 seconds. Do this even while the espresso is pouring.
 
• Start pouring the milk into the espresso. To create a flower pattern, pour the milk into the bottom part of the cup, about an inch (2 cm - 3 cm) away from the bottom. Once the cup is about half filled, shake the pitcher back and forth while slowly moving it backwards. The flower design will move forward, filling the cup. Do this with a shaking motion originating at the wrist instead of moving your hand back and forth.
 
• Once the foam reaches the top, pour the milk up the center of the pattern you created. Use a minimal amount of milk to avoid sinking the flower pattern.
 
Etching_02_315
• Embellish the design using stencils, powder, and milk foam. This step is optional, as many prefer to limit their latte art to "free form" methods, but you may want to experiment with the possibilities added by "etching."

• To write a word, such as "love" in the picture, melt milk chocolate and using a pin as a paintbrush drag the melting chocolate over the foamed milk. More commonly this is done by dipping said pointy object into the crema of the drink being decorated, and then transfering that crema stained foam to the pure white foam to 'draw' a design. 

Þar sem ég verð mikið til í 101 Reykjavík eftir nokkrar vikur skal ég fá mér einn svona, þó ég vilji kaffið helst svart og sykurlaust.


mbl.is Litlu minna en Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælaverð í ESB

Fólk er mikið að væla um matvælaverð á Íslandi, enda ekki von. Í hvert skipti sem ég kem heim og kaupi í matinn er búið mitt tekið til gjaldþrotaskipta. Hér um bil. Einhvern tíma lofaði ég einhverjum að birta hér matvælaverð í Hollandi, þar sem ég bý. Á laugardaginn á ég stórafmæli, a.m.k. ef mark er takandi á hinu fallega lagi Brian May sem fyrst birtist á hljómplötunni A Night at the Opera, og keypti ég því eitthvað í matinn fyrir mig og fuglana sem vilja endilega gera mér lífið leitt í garðinum í sólinni við grillið. Listinn er hér að neðan. Verðin eru í evrum.

Keypt í Lidl í Zwanenburg, Hollandi:
2x 2.49,- Viðarkol
2x 1.19,- Appelsínusafi (1.5L)
6x 2.59,- Chardonnay hvítvín (keypti bara kassa því þetta er svo asskoti gott vín)
1x 1.59,- Hamborgarar (12 stk, frosin)
2x 6.49,- Barbeque Grill Box (16 stk frosið grillkjet í hvorum kassa, borgarar, kjúklingur og eitthvað)
1x 0.49,- Hamborgarabrauð (6 stk.)
2x 1.59,- Kartöflusalat (1kg pakkinn)
1x 1.75,- Fruit King (12 stk. barnajógúrt, 100gr skammturinn)
1x 6.99,- Flísabor (pabbadagsgjöf fyrir tengdó, skerir innstungugöt í flísar)
9x 0.42,- Bjór (1/2 lítri)
2x 0.69,- Kókómjólk (3x 0.2l í pakka)
1x 0.99,- Iceberg (óskorinn haus)
1x 0.89,- Gróft skorið brauð
1x 0.95,- Prinskex vanillu
1x 0.95,- Prinskex súkkulaði
1x 1.75,- Chocowaffles (nokkurs konar prins póló bitar, 400gr)
1x 1.79,- Súkkulaði (2x 200gr)

Samtals 63.05,- evrur (7524,- kr miðið við 119kr evru)

Þannig var það. Þetta er svo sem ekki allt sem þarf fyrir helgina og það er líka eitthvað þarna innan um sem ekki er fyrir ófögnuðinn, en þetta gefur kannski húsmæðrum í Dalasýslu hugmynd. Nú er bara að skoða þetta, umreikna og bera saman. Fara svo niður á Alþingi og flauta ef tilefni er talið vera. 


mbl.is „Yfirþyrmandi“ magn matvæla á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tópas í Hollandi

Það er ekki bara Draumurinn sem fæst erlendis. Það hefur verið hægt að kaupa Tópas hjá verslanakeðjunni Etos í Hollandi í einhver ár. Það er að vísu kallað Freeway, en þetta er Tópas, framleitt með leyfi Nóa Síríus.

mbl.is Nammiútrásin var löngu hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að skemma mannorð íslensku þjóðarinnar?

Ég var að fá emil frá vinkonu minni hér í Hollandi með titlinum, "Þar fór mannorð þitt". Maður hafði svo sem átt von á þessu. Málið er að það er í fréttum hér úti að íslendingar séu farnir að veiða hvali á ný og nú þykjast þeir ekki einu sinni vera að gera þetta fyrir þekkingu og vísindi. Nú er þetta einfaldlega veiðar til að selja kjöt og ná í gjaldeyri.

Það hefur verið talað mikið um hvalveiðar á Íslandi, með og á móti. Erlendis eru allir á móti. Ég ætla ekki að dæma um það hvort hvalveiðar séu hættulegar hvalastofnunum, aðrir vita meira um það. Samt hef ég skoðun og hún er einföld. Það ætti að banna hvalveiðar þar til heimurinn er tilbúinn til að samþykkja þær.

Það er ekki gaman, þegar maður býr erlendis, að lenda alltaf í samræðum um hvalveiðar. Það gerist nú samt. Fólk kemur að manni í samkvæmum og matarboðum og spyr hvað íslendingar séu að spá. Það er fátt um svör hjá mér því ég veit það hreinlega ekki. Það helsta sem mér dettur í hug er þjóðremba og moldarkofar, en ég læt vera að minnast á það.

Annað sem hvalveiðar gera er að skemma atvinnutækifæri íslendinga. Hvalaskoðanir eru þekkt dæmi, ferðamannaiðnaðurinn einnig, en ég sé aðra hlið á málinu sem íslendingum á Íslandi er ósýnileg. Stærsta matvöruverslun í Hollandi gefur út tímarit sem dreift er frítt í verslanir. Blaðið er fullt að upplýsingum um mat, uppskriftir og hvaðan hráefni koma og hvernig viss vara er framleidd. Ísland var tekið fyrir í vor. Þar var talað um hvernig fiskurinn er innan við tveggja daga gamall þegar hann er seldur til neytandans hér í Hollandi. Ferlinu var lýst, myndir af togara, af löndun, úr frystihúsi, frá pökkun sem fer fram í Belgíu og loks hvernig best er að elda íslenskan fisk svo að ferska bragðið njóti sín sem best.

Það er alveg ljóst að þessi grein myndi ekki birtast í dag. Ef verslanakeðjan vill yfir höfuð halda áfram að selja íslenskan fisk, þá vill hún svo sannarlega ekki vekja athygli neytenda á því hvaðan hann kemur. Þeir færu sennilega annað í mótmælaskyni.

Það skiptir því alls engu máli hvort hvalir séu í útrýmingarhættu eða ekki, hvort markaður sé fyrir hvalkjöt, eða hvort japanir og norðmenn veiði svo við meigum líka. Það sem skiptir máli er að hvalveiðar skemma mannorð íslendinga og tækifæri erlendis. Ekki svo léttvægt hjá þjóð sem á allt sitt undir útflutningi.


mbl.is Hvalur 9 væntanlegur að hvalstöðinni um hálf tíuleytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræði í Sandkassa

Ég man eftir því að pabbi minn var alltaf sterkari en pabbi þinn og hann myndi nú bara lemja alla sem væru með stæla.

Mér finnst rifrildi fyrirtækja oft hljóma eins og smábörn í sandkassa. Skoðum þetta mál. Mjólka notar sexhyrndar krukkur með miðum svipuðum O&S. O&S pirrast og segir að Mjólka hafi stolið hönnuninni. Það er kannski satt með miðana og hefði Mjólka kannski mátt vera pínu minna gegnsæ ef svo er, en hér í Hollandi er Feta ostur oft seldur í sexkant glerkrukkum. Þetta virðist því vera einhver alþjóðleg hefð. O&S var samt fyrst á hinum litla íslenska markaði til að nota þessa krukku, hefur misst markaðshlutdeild og ákveður því að fara í mál.

Mjólka þykist þá "skilja" O&S en koma svo með útúrsnúninga sem ástæðu þess skilnings. Þrátt fyrir skilninginn ákveður Mjólka að fara bara líka í mál því hvorugur aðilinn má, eftir allt saman, nota orðið Feta. Mjólka var svo sniðug að nota Feti, sem er auðvitað allt annað og hefur ekkert með Feta að gera. Nema hvað, ég las einhvers staðar (sennilega á MBL fyrir einhverjum mánuðum) að Grikkir, Dönum til mikillar mæðu, vildu helst fá einkarétt á Feta framleiðslu.

Það er sem sagt tvennt sem getur gerst hér. Neytendur greiða hærra verð því lögfræðingar eru ekki ókeypis, eða stóri fíllinn stígur á öskrandi mýsnar og neytendur kaupa innfluttan Feta ost. 


mbl.is Mjólka íhugar að kæra Osta- og smjörsöluna fyrir að nota orðið ,,feta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru bloggfærsla eins og blogg á að vera...

Þetta er orðið svo háfleygt að ég er farinn að taka sjálfan mig alvarlega. Það var auðvitað aldrei hugmyndin, svo að hér er blogg for the sake of blogg. Ekkert nema dumb drivel um sjálfan mig og hvað ég er að gera, skrifað af sjálfum mér til allra þeirra sem ekki lesa þetta.

Allavega, ég var með grillveislu í kveld. Væri svo sem ekkert spennandi nema að ég er grænmetisæta. Long story, never mind. Ég bauð sem sagt fólkinu sem er að fara í sæng með mér. Málið er nebbla að ég er að setja á stofn fyrirtæki númer tvö á árinu. Númer eitt var Oktober Films sem eigi frægt er orðið. Það er mitt eigið og kemst enginn nálægt því. v2r1 kinda thing. Mine and mine only og allt það. Nýja fyrirtækið verður mikið stærra, markmiðið er að hafa eitthvað upp úr því sem maður er að gera. Við fimm höfum semsagt meiri möguleika á því að meika það en einhver einn að rembast útí horni.

Ekki að það skipti neinu máli því þetta var grillveisla og við töluðum ekkert um bisniss (ef þú ert Sonja er það skrifað business).

Nú eru sem sagt allir farnir og klukkufíflið ekki einu sinni orðið tólf. Hún virðist ekki eiga í vandræðum með að verða voða seint á morgnanna en nú er það fullsnemmt svo að ég blogga bara.

Eins og allir vita (allir notað frjálslega hér) er ég eplanotandi. Ég á sem sagt tölvu með hálfétnu epli sem merki. Ég sé það yfirleitt ekki þar sem það er aftan á skjánum en ég horfi yfirleitt framan á hann. Annars var það ekki lógóið sem ég ætlaði að tala um heldur hvað eplabóndinn Steve Jobs gerir fyrir okkur notendurna. Ég rippaði sem sagt alla diskana mína í kring um jól og henti þeim upp á háaloft. Ég fékk svo iPod Nano í ammalisgjöf í maí. Það þýddi auðvitað að ég bjó til top 250 og henti á pottinn. Maður hendir lögum á pottinn með því að búa til playlists (spilalista). Það þurfti auðvitað að skemmta þessu liði svo að ég kveikti á tölvunni uppi í tölvuherberginu, þessari með með iTunes libraryinu, plöggaðu Powerbókinni inn í Marantz magnarann og strímaði iPod spilalistann beint inn í stereoið (vírlaust, nema hvað). Allir happí og engin kúkalög inn á milli. Var að hlusta á One Slip með Pink Floyd og núna Human Touch með Bruce Springsteen. Sem minnir mig á Zappa.

Frank Zappa er gamall vinur. Hann er dáinn og það er frekar pirrandi. Næstum því eins pirrandi og að Freddie Mercury sé dáinn en það er önnur saga. Allavega, þegar mér finnst feistið vera farið að dofna og vil að fólk annað hvort vakni eða kúki sér burt set ég yfirleitt Zappa á fóninn (í spilarann (og nú síðast í leitargluggann í iTunes)). I was going somewhere with this...

Sem sagt, ég var með grillveislu í kveld og finnst hún hafa flosnað upp óþarflega snemma. Þrátt fyrir BeerTender. Þrátt fyrir 12 ára gamlan Jameson. Oh well, let's face it, I'm eternally young... 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband