Gobbildígúgg

Heimurinn er eitt stórt gobbeldígúgg.

Fyrst talað er um ING í Hollandi. ING er risastór banki. Ég er nokkuð viss um að hann sé á topp 5 yfir stærstu banka í heimi. Fyrir helgi var talað um að hann þyrfti hjálp upp á níu milljarða evra. Í dag var sagt á forsíðu De Telegraaf að bankinn hefði fengið 10 milljarða innspýtingu frá hollenska ríkinu. Ég var að gefa ING 625 evrur í dag. Þá er ég að miða við höfðatölu hér í landinu flata, ekki skattgreiðendur.

Ég gæti komið í heimsókn til fjölskyldunnar tvisvar fyrir þann pening. Mér er nokkuð sama um ING vil ekkert gefa honum 2/3 af nýrri MacBook sem ég vil frekar því batteríið í PowerBókinni er næstum dautt.

Munurinn á 9 og tíu milljörðum, upphæðinni fyrir og eftir helgi, er fjórðungur þess sem Ísland þarf til að rétta sig af.

Margir spyrja sig hvernig sveitarfélög geti verið með hundruð milljóna evra inni á bankareikningum meðan útsvar er hækkað vegna þess að það vantar pening til að mála ráðhúsið. Ég heyrði viðtal í útvarpi hér í Hollandi í gær þar sem endurskoðandi talaði um landlægt bókhaldssvindl. Hann hefur skoðað ársreikninga 300 ag 420 sveitarfélögum hér í landi og heldur því fram að ekki eitt einasta sé hreinskilið þegar kemur að tekjuafgangi. Hann tók Amsterdam sem dæmi. Í þeirra ársskýrslu stendur að tekjuafgangur hafi verið 164 milljónir evra. Samt voru 2.5 milljarðar lagðir inn á bankareikninga og hafa ekki verið snertir. 2500 milljónir evra (62% þess sem íslenska ríkið þarf til að koma sér á flot) voru lagðar inn á reikning. Hvernig? Fjárfestingar í verkefnum sem eru bara til á pappírum.

Heimurinn mun aldrei verða eins eftir þessa kreppu. Það er svo mikið tað að koma upp á yfirborðið að fólk hlýtur að vakna og gera eitthvað. Ég trúi allavega ekki að við séum svo miklir sauðir að við látum þetta yfir okkur ganga og bíðum þolinmóð eftir að hlutirnir lagist af sjálfu sér svo við getum farið að sofa aftur í alsælu blekkingarinnar.

Endilega kíkið á síðuna Nýja Ísland svo við getum öll lagt okkar að mörkum og breytt heiminum til hins betra.


mbl.is Málshöfðun hugsanlega innan nokkurra vikna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband