Með eða á Móti?

Ég var spenntur fyrir forsetakosningunum. Kominn tími á nýja manneskju og nýja tíma. Fékk þó fljótt leið á baráttunni. Valið stóð um núverandi forseta með sínum kostum og göllum og einhverskonar Vigdísi. Enginn minntist á alla hina frambjóðendurna. Enda áttu þeir aldrei séns. Eða hvað? Það munum við aldrei vita, því fjölmiðlar brugðust hlutverkinu.

Svo er þetta allt komið út í neikvæðni og us versus them. Við klúðruðum baráttunni.

Ég nota Apple tölvur. Hef gert síðan 2004. Ef einhver vill vita af hverju, get ég svarað já eða nei. Verið jákvæður eða neikvæður. Sagt að Makkinn sé frábær tölva, eða verið neikvæður og sagt að Windows sé drasl. Hvort virkar betur?

Reynum að láta þessa síðustu viku fyrir kosningar vara á jákvæðu nótunum. Það er svo miklu skemmtilegra og uppbyggilegra. Og kjósum þann sem okkur þykir bestur, ekki einhvern sem á séns á að koma höggi á þann sem okkur þykir verstur.


mbl.is Hvöttu Ara til að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég pikka á Makka. Það er enginn vandi að kjósa á svona voveilegum tímum,þótt mér hugnist allir nema Ari Trausti. Jákvæð, þótt höggin hafi dunið á þjóðinni undanfarin 3og 1/2 ár og núverandi forseti borið þau af okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2012 kl. 17:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var með réttu synd. En það má segja að þau hafi líka verið of  sein að koma fram.  En ef fjórða valdið hefði sinnt skyldum sínum, væru hinir frambjóðendurnir meira í umræðunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 09:04

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spurning með tvær umferðir. Þá væri fólk óhræddara við að kjósa MEÐ í fyrri umferð.

Villi Asgeirsson, 29.6.2012 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband