Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Með eða á Móti?

Ég var spenntur fyrir forsetakosningunum. Kominn tími á nýja manneskju og nýja tíma. Fékk þó fljótt leið á baráttunni. Valið stóð um núverandi forseta með sínum kostum og göllum og einhverskonar Vigdísi. Enginn minntist á alla hina frambjóðendurna. Enda áttu þeir aldrei séns. Eða hvað? Það munum við aldrei vita, því fjölmiðlar brugðust hlutverkinu.

Svo er þetta allt komið út í neikvæðni og us versus them. Við klúðruðum baráttunni.

Ég nota Apple tölvur. Hef gert síðan 2004. Ef einhver vill vita af hverju, get ég svarað já eða nei. Verið jákvæður eða neikvæður. Sagt að Makkinn sé frábær tölva, eða verið neikvæður og sagt að Windows sé drasl. Hvort virkar betur?

Reynum að láta þessa síðustu viku fyrir kosningar vara á jákvæðu nótunum. Það er svo miklu skemmtilegra og uppbyggilegra. Og kjósum þann sem okkur þykir bestur, ekki einhvern sem á séns á að koma höggi á þann sem okkur þykir verstur.


mbl.is Hvöttu Ara til að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikaleg ógn við persónufrelsið

Fréttin segir sína sögu. Verði þessi lög að veruleika, munu öll samskipti á netinu verða hleruð og ritskoðuð. Sért þú með "óæskilegar" skoðanir, verðurðu settu(ur) undir smásjá. Yfirvöld munu engar heimildir þurfa, stórfyrirtæki í skemmtanabransanum geta rukkað þig fyrir að nota hluta úr dægurlagatextum. Vefsíður munu ekki geta fjallað um efni sem verndað er að höfundarétti. Wikipedia, youTube og Facebook gætu horfið, því enginn grundvöllur verður fyrir starfsemi þeirra.

Það sem mestu máli skiptir, er að netið verður eins og gamli sveitasíminn. Yfirvöld munu alltaf vita hvað þú ert að segja og gera.

Hér er myndband sem útskyrir í einföldu máli um hvað þetta snýr.

 

Og hér er hægt að setja sig á undirskriftalista gegn þessu skrímsli: http://www.avaaz.org/en/eu_save_the_internet/?tta 

Ég vona svo sannarlega að íslenskir þingmenn hafi rænu á að samþykkja þessi lög ekki. 


mbl.is ACTA verra en SOPA og PIPA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SaltExtrakt - eða rangt skal vera rétt

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, eitt ástsælasta fyrirtæki landsins hefur orðið uppvíst að svindli. Eða ótrúlegu klúðri. Ég get ekki dæmt um það, enda hef ég aldrei unnið fyrir fyrirtækið og veit ekki hvað fer fram þar innandyra.

BBC eða einhver annar erlendur miðill fær nasaþef af málinu og vill vita meira. Hvers vegna þeir höfðu ekki samband við  Matvælastofnun eða Ölgerðina sjálfa, veit ég ekki. Þetta eru slöpp vinnubrögð sem maður hefði búist við af sumum miðlum, en ekki BBC. Kannski voru þeir með símanúmer RÚV eða fréttakonunnar á skrá og ákváðu að afgreiða málið á fimm mínútum. Þeim fannst þetta kannski ekki nógu spennandi til að eyða einhverri orku í málið. Kannski skoluðust staðreyndir til þegar spjallað var við hana, kannski var þessu "road" orði bætt við eftirá. En það skiptir ekki máli.

saltextract

Ölgerðin hefur orðið uppvís að því að selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja í 13 ár. Það er ekki eins og þetta hafi verið ein sending sem slapp í gegn af því fólk var ekki að taka eftir því sem stóð á umbúðunum. 13 ár eru langur tími, og þetta hlýtur því að hafa verið ákvörðun sem tekin var vísvitandi. Hvort þetta salt var ætlað á götur eða ekki, er það alveg á hreinu að það var ekki ætlað í matvæli. Það er málið og allt annað er útúrdúr.

Svo spyrja þeir hvort íslendingar séu sáttir við að víðlesinn fjölmiðill segi þá hafa borðað götusalt. Ég spyr á móti, heldur Ölgerðin að íslendingar séu sáttir við að þeir séu látnir éta iðnaðarvörur? Telja þeir virkilega að það bæti ímynd sína að siga lögmönnum á fólk út í bæ sem tjáir sig um málið? Ég held að það besta sem Ölgerðin geti gert sé að hringja í þennan víðlesna fjölmiðil og biðja hann að leiðrétta fréttina, sé hún röng. Svo geta þeir beðið þjóðina afsökunar og boðist til að fjármagna rannsókn á hugsanlegum langtímaáhrifum iðnaðarsalts á mannslíkamann.

Ölgerðin var eitt ástsælasta fyrirtæki landsins. Malt og Appelsín er þjóðardrykkur. Gullið hefur unnið til verðlauna víða um heim, ef marka má umbúðirnar. Ímynd getur horfið á augabragði, eins og við höfum verið harkalega minnt á síðustu misserin.


mbl.is „Ekki á mína ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður...

...fyrir Michael Moore að vera í sama þætti og Birgitta. Þau eiga það sameiginlegt að ná eyrum fólks um allan heim og eru nógu skynsöm til að láta spillingaröflin ekki þagga niður í sér eða snúa.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að skipta um skoðanir, persónu jafnvel, þegar komið er inn á þing. Eru nýjir þingmenn færðir inn í bakherbergi og þeim lagðar reglurnar eða er þerra hræðsla við að missa vinnuna og þá bitlinga sem hún hugsanlega mun gefa? Eru það kannski vissir karakterar sem sækjast í þingmennsku? Fólk sem þráir völd, hvað sem það kostar?

Komist fólk í ríkisstjórn, svo ekki sé minnst á ráðherrastól, ígerist þessi persónuleikabreyting. Það er eins og slökkt sé á persónuleika viðkomandi og nýtt forrit sett inn.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þeim Birghittu og Michael fer á milli. Chris Hedges er líka merkilegur maður. Hefur starfað sem blaðamaður í áraraðir og skrifað margar bækur. Hann er duglegur við að standa upp í hárinu á yfirvöldum vestanhafs. Hér fyrir neðan má sjá ýtarlegt viðtal við hann.

 


mbl.is Birgitta og Michael Moore í samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun og breimandi þingwannabees

Mér var eytt af vinalista rétt í þessu. Veit ekki alveg hvað ég gerði af mér. Var kannski ekki alveg sammála fésbókarvininum, en ég veit það fyrir víst að ég sagði ekkert sem réttlætir Fésbókarútlegð. Kannski fór það í taugar Guðmundar Franklín að ég setti út á að hann hefði eytt tveimur statusum á tveimur dögum, eftir að ég svaraði honum. Það er kannski auðveldara að eyða þeim sem eru ósammála en að svara fyrir sig.

Það er ljótt að bölva og á kannski ekki að eiga sér stað í þingsal, en mér finnst ritskoðun öllu verri. Fólk sem vill bjóða sig fram og telur sig hafa erindi inn á Alþingi má aldrei verða uppvíst af ritskoðun. Við viljum ekki þjóðfélag sem byggir á ritskoðun og lygum. Við viljum réttlátt og opið þjóðfélag þar sem hægri og vinstri skipta engu máli. Lifa allavega í sátt. Þar sem skoðanir okkar eru virtar.

Ég þekki manninn ekki persónulega og ég er yfirleitt ósammála honum, en ég hafði gaman af því að lesa það sem hann skrifaði. Ég get það ekki lengur því hann hefur eytt mér út af sínum vinalista. Hann þarf þá ekki að hafa áhyggjur af pirrandi andsvörum frá mér. Hann er sennilega að hreinsa til, tálga vinalistann. Sjá til þess að aðeins fylgjendur og já-fólk geti svarað honum.

Ísland á betra skilið. 


mbl.is Þingmenn fari á námskeið í mannasiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjálm, væl, bull...

Voðalegt mjálm er þetta. Málið snýst alls ekki um hvort borgað verður, heldur skilmálana. Á að sökkva landinu og stela auðlindunum ef við upplifum ekki þúsund prósenta hagvöxt strax, eða á að borga eftir getu? Ef við borgum eftir getu, borgum við. Ef við erum þvinguð til að borga, hvort sem við erum á hausnum eða ekki, munum við ekki borga. Getum það ekki. Kannski að Rás Fjögur hafi þá rétt fyrir sér, en bara öfugt?

Allt sama bullið, mjálmið og lygi út um allt. Er það nema von a fæstir skilji þetta mál?

PS, gott að vera farinn að blogga aftur... 


mbl.is Ekki lengur spurning um hvenær heldur hvort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemd vegna myndar

Flokkarnir nema tveir Ef notuð er mynd með merkjum flokkanna, er þá ekki sjálfsagt að leyfa L-listanum og Borgarahreyfingunni að vera með? Ég skil að þeir flokkar sem sýndir eru eiga menn á þingi, en það er mikilvægt að stærsti fjölmiðill landsins geri ekki upp á milli framboða rétt fyrir kosningar.
mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ljós þeirra skína?

„Þau eru rétt að koma fram og hafa ekki haft mikil tækifæri til að kynna sig, og hafa reyndar almennt mjög stuttan tíma til þess,“ segir Ólafur Þ. Harðarson á MBL.is um nýju framboðin. 

Nýlega las ég á bloggi Birgittu Jónsdóttur að fjölmiðlar hafi ekki látið sjá sig á fundi Borgarahreyfingarinnar nýverið. Ef við viljum ekki áframhaldandi spillingu, verðum við að skoða nýju framboðin í fullri alvöru. Ekki vera hrædd við að atkvæðin falli dauð. Betra er dautt atkvæði en það sem vinnur gegn kjósandanum. Þar fyrir utan, ef nógu margir kjósa litlu framboðin, verða þau ekki svo lítil og atkvæðin munu lifa góðu lífi. 

Ég skora á Moggann og aðra fjölmiðla að vera algerlega hlutlausir í umfjöllun sinni, a.m.k. fram að kosningum. Ekki láta eins og sum framboð séu ekki til, eins og gerðist með Íslandshreyfinguna síðast.


mbl.is Ekki hægt að afskrifa neina lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttavillt stöð?

Mér skilst að Kompás hafi verið þáttur sem gróf upp sönnunargögn og krafðist svara. Afsakið að ég viti þetta ekki almennilega, en hér fæ ég bara litríka og innihaldslausa leikjaþáttaþvælu það sem ég get unnið gullhúðað blöðru fulla af gulllituðum M&M's.

Þáttur eins og Kompás er íslendingum lífsnauðsynlegur, ekki satt? Sérstaklega núna. Hvað er á bak við þessa ákvörðun? Hver er að toga í spotta?

Ég er hættur að skilja. Endurtek bara það sem ég sagði í færslunni að neðan. Ef einhverjir blaða- eða fréttamenn vilja ættleiða www.NyjaIsland.is og gera úr því sterkan og alveg 100% óháðan fjölmiðil, þá er það alveg guðvelkomið. Nóg virðist vera af færu fréttafólki með nógan tíma aflögu. Því miður.


mbl.is Kompás lagður niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullið handaband

Ég vona að Sigmundur og Elín hafi unnið sér inn feitt og gullið handaband eftir 22 ára þjónustu við fyrirtækið. Það er hrikalegt að missa vinnunna, tala ekki um þegar bæði gera það á sama tíma.

Ég votta þeim því samúð mína og óska þeim til hamingju á sama tíma. Það verður fróðlegt að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur. Mín vegna mega þau endurvekja Nýja Ísland, síðuna sem ég setti upp í fyrra. Það væri gaman ef að algerlega óháður fréttamiðill væri til.

Svo skilst mér að við séum frændur, en erum við það ekki öll, íslendingar? Þeim mun meiri ástæða að standa saman á næstu dögum og misserum.

Lifi Endurreisnin! 


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband